top of page
Mismunandi orkuverkfæri:
Nálatungur eða Acupuncture

Nálastungum er beitt til að koma á jafnvægi í hinni þríeinu heild sem manneskjan er hvort heldur á líkamlega- , andlega-  eða tilfinningasviðinu. Notaðar eru hárfínar, einnota, sterilar nálar. Stungið er oftast í punkta á orkubrautun sem tengjast þeim líffærum sem eru í ójafnvægi. Misjafnt er hvað hver einstaklingur þarf að koma oft, það fer eftir eðli ójafnvægisins. Stundum er meðferðinni lýst eins og að skræla lauk þar sem eitt meinið af öðru er fjarlægt.

 

Acugraph er hjálpartæki til að mæla orkuna í brautunum
og sýnir grafískt hvar ójafnvægið er. Auðvelt að fylgjast með bataþróun.



LifeWave

Líkingin ,,Nálastungur án nála" á vel við.  Þegar plástrarnir eru virkir (við líkamshita) senda þeir ljós af ákveðinni tíðni inn í líkamann. Þessi skilaboð verða virk þegar þau hitta fyrir frumuloftnet fyrir nákvæmlega þessa tíðni. Resonans eða samhljómur fruma með sérhæfð verkefni eins og að framleiða Glutathion eða Melatonin eða bara að brenna fitu til að búa til orku,  verður til þess að plástrarnir (ljósgjafarnir)  auka þessa framleiðslu líkamans. Allar tegundirnar hreyfa orkuna í orkubrautunum og losa þar með um stíflur, sem til að mynda valda verjum og sárauka. Þannig verkjalosun tekur örskamma stund. 

 

EFT - Emotional Freedom Technique   einnig nefnt Tapping

má lýsa sem huglægri nálastungumeðferð og að sjálfsögðu án nála.  Það er oft horft framhjá því að til þess að líkamleg heilsa sé í lagi og til að heilunarkraftur líkamans virki eins og best má þá verða tilfinningar og andleg líðan að vera í jafnvægi. Lífsstíll og mataræði skipir litlu máli ef tilfinningaflækjur ráða og andleg líðan er slæm.

 



 

 



Þessi Glutathion rannsókn, sýnir 300% meiri framleiðslu á þessu mikilæga aðalandoxunarefni líkamans eftir aðeins sólarhrings notkun.

UHE aðferðin við afnæmingu:

Þróaðist út frá svokallaðri NAET aðferð. ,,Nambudripad's Allergy Elimination Techniques" Kölluð eftir indverska  allopathiska lækninum og nálastungu-lækninum  Devi S. Nambudriapad sem sjálf var illa haldin af fjölofnæmi frá barnsaldri, en datt niður á lækningu fyrir tilviljum. Þessu lýsir hún í bókinni ,,Say Good-Bye to Illness"

þar sem ákveðinir nálastungupunktar eru örvaðir meðan það sem veldur óþoli snertir líkamann í stuttan tíma. Gretchen UHE móðir fjögurra barna sem öll þjáðust af ofnæḿi komat að því að LifeWave ljósgjafarnir gerðu sama gagn.

Skjámynd af AcuGraph eftir mælingu á Yuan Source punktum.

Um er að ræða svokallaða mjúkan Laser (Low Level Laser) með köldum geisla sem brennir ekki. Rauður Laser, nákvæm bylgjulengd 635 nM og blátt ljós, 450 nM.  Virka mjög vel staðbundið á bólgur og verki í liðum eða eftir uppskurð. Sérlega heppilegir fyrir börn þá sem eru hræddir við nálar.

bottom of page